Möguleg orkuþörf ?

Núverandi orkuþörf landsins er um 8,6 Twh (Teravattstundir) á ári. Miðað við núverandi stefnu stjórnvalda virðist orkuþörfin fara upp í 28,7 Twh á ári strax árið 2015 eða jafnvel fyrr. Hvernig er þetta reiknað út ? Almenn notkun raforku er um 3,8 Twh, Núverandi stóriðja notar 5,3 Twh, stækkun Norðuráls tekur 2,5 Twh, Fjarðarál á Reyðarfirði tekur 5,1 Twh, stækkunin í Straumsvík þarf 4,4 Twh, álverið í Helguvík þarf 3,8 Twh og að lokum þarf álverið á Húsavík 3,8 Twh samtals 28,7 Twh. Það sér hver maður að til þess að ná þessu marki þarf að virkja nánast hvert virkjanlegt vatnsfall og jarðhitasvæði á landinu. Enda munu menn horfa til þess einnig að selja raforku til útlanda um sæstreng og eykst þá orkunotkun enn frekar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

hm??? Áhugavert...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.1.2007 kl. 22:36

2 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Má ég setja hér inn tilvitnanir úr 1.kafla rammaáætlunar (pdf) : "Árið 2002 nam raforkuvinnsla úr vatnsafli um 7.000 GWh en tæknilega hagkvæm orkugeta í vatnsafli er talin um 37.000 GWh raforku á ári [1,2]. Meiri óvissa er um tæknilega hagkvæma orkugetu jarðhita til raforkuframleiðslu en hún er talin að lágmarki um 30.000 GWh á ári [3,4]. Árið 2002 nam raforkuvinnsla úr jarðhita 1.400 GWh."

"Árlegur vöxtur í raforkuþörf vegna almennrar notkunar nemur aðeins rúmum 50 GWh á ári. Þeirri þörf mætti sinna með litlum virkjunum sem hefðu hver um sig lítil umhverfisáhrif."

Jarðhitaholur þarf að hvíla : http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1109126

Pétur Þorleifsson , 28.1.2007 kl. 13:52

3 Smámynd: Axel Árnason

Þakka þér fyrir að benda á þetta. Það er sem verið sé að hernema raforkuframleiðsluna og komandi tímar hafa úr enn minna að spila. Þetta er hlið nýlendustefnunnar og enn á að „lýsa Kaupmannahöfn með íslensku lýsi“ eins og einu sinni var sagt.

Axel Árnason, 30.1.2007 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband