Akademískt frelsi

Það hefur löngum verið vitað að einhversstaðar verða menn í þjóðfélaginu að fá að hugsa frjálst. Einhversstaðar verður að vera svigrúm til þess að greina kenningar og greina þá þróun sem er að eiga sér stað í heiminum. Háskólarnir hafa fram til þessa verið þeir griðastaðir þar sem frjáls hugsun og þekkingarleit hefur átt sér stað. En er þetta að breytast ? Það færist sífellt í vöxt að stöður við háskóla séu kostaðar af fyrirtækjum og einnig færist í vöxt að fyrirtæki eða hagsmunaðilar veiti myndarlega styrki til háskóla. Spurningin hlýtur að vakna varðandi það hvað verður um hið akademíska frelsi við þessar aðstæður ? Getur prófessor sem er styrktur af ríkisfyrirtæki gagnrýnt það fyrirtæki ? Háskólarnir voru upphaflega stofnaðir af stúdentum sjálfum til þess að stunda frjálst nám. Ef háskólar fara að þjóna hagsmunaaðilum en ekki stúdentum eru þeir komnir mjög langt frá upphaflegu markmiði sínu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband