Aswan stíflan

AbuRamses Þann 21.júlí árið 1970 var lokið við smíði stóru Aswan stíflunnar í Egyptalandi. Stíflan knýr 12 túrbínur og heildarframleiðslugetan er 2,1 gígawött. Auk þess að framleiða rafmagn kemur stíflan í veg fyrir að Níl flæði yfir bakka sína. Í augum vistfræðinga er Aswan stíflan hins vegar meiri háttar klúður. Með því að koma í veg fyrir að Níl flæddi yfir bakka sína barst ekki lengur neitt silt frá Eþíópíu og Súdan niður til óshólmanna þannig að jarðvegurinn fékk ekki lengur nauðsynlega næringu. Núna safnast siltið fyrir á bak við stífluvegginn og er smám saman að fylla lónið. Þegar að siltið barst ekki heldur út í Miðjarðarhaf hrundu fiskveiðar Egypta og hafa ekki náð sér á strik síðan. Skortur á framburði veldur því einnig að rof við ströndina hefur aukist þannig að Nílardeltan minnkar nú um 3 metra á ári hverju. Vegna þess að ekki er lengur til næringarríkt silt til landbúnaðar hefur þurft að auka áburðarnotkun og saltinnihald í jarðvegi hefur aukist og náð jafnvel hættulegum mörkum. Um er að ræða eitt þéttbýlasta svæði jarðar og vegna þess að framburðar árinnar Níl nýtur ekki lengur við er landið að sökkva í sæ. Tíðni sjúkdóma eins og malaríu hefur einnig aukist í kjölfar byggingar Aswan stíflunnar. Þannig segja menn í dag að Egyptar geti ekki lifað án Aswan stíflunnar og geti heldur ekki lifað með henni. Hugsanlegt er að einhvern daginn verði Aswan stíflan rifin aftur niður enda margir sem halda því fram að hún hafi skapað fleiri vandamál heldur en að hún leysti.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Hvaða vistfræðilegu afleiðingar hefur það þá að níu milljón tonna árlegur aurframburður Jökulsár á Brú út í Héraðsflóa verður eftir í Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar ?

 http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?radnr=1092358

http://hugsandi.is/article/119/stiflur-thjodriki-og-politik-i-afriku

http://www.visindavefur.is/svar.asp?id=3372

Pétur Þorleifsson , 20.1.2007 kl. 01:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband