Sprengistjörnur

chandra_g11_ns.jpg
Þann 11.nóvember árið 1572 sá danski stjörnufræðingurinn Tycho Brahe nýja stjörnu í stjörnumerkinu Kassíópeia. Stjarnan var jafn skær og Júpíter og hafði aldrei sést þarna áður. Upp frá þeirri stundu vissu menn að himnarnir eru ekki óbreytanlegir og að ýmislegt furðulegt getur gerst í alheiminum. En hvað hafði gerst ? Um 400 árum síðar gerðu stjörnufræðingar sér grein fyrir því að um er að ræða gríðarlega stórar sprengingar þar sem stórar stjörnur springa í tætlur. Þær fengu nafnið sprengistjörnur.
En af hverju springa stjörnurnar ? Stjörnur eins og sólin okkar eru ekki til að eilífu einfaldlega vegna þess að eldsneytið sem knýr kjarnasamruna þeirra er takmarkað. Miðlungsstjörnur eins og sólin okkar stækka er eldsneyti þrýtur og mynda rauða risastjörnu sem síðan þeytir burt sínum ytri lögum. Stjarnan fellur að lokum saman undan krafti þyngdaraflsins og myndar hvítan dverg sem síðan kólnar smám saman.
Stjörnur sem eru mikið stærri en sólin okkar fá stórfengleg endalok. Er eldsneytið í kjarna þeirra þrýtur springa þær í þessum gríðarlegu sprenginum og kallast þá sprengistjörnur. Kjarni þessara risastóru stjarna fellur síðan saman undan þyngdaraflinu og myndar nifteindastjörnu. Allra stærstu stjörnurnar mynda svarthol þegar þær falla saman.
Inn í kjarna sprengistjarna myndast flest þau frumefni sem við þekkjum. Sumir vísindamenn segja að við séum samsett úr stjörnuryki og er þá verið að vísa til þess að sum efnasambönd í líkama okkar gætu hafa myndast í kjarna sprengistjarna. Út í þá sálma verður þó ekki farið nánar hér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Gott alltaf bloggið hjá þér!

Sigurður Þór Guðjónsson, 18.1.2007 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband