Að taka til máls.

Í hvert skipti sem manneskjur ræða saman eykst virknin í heilanum. Þegar við hlustum þarf heilinn að greina og sundurliða mikið magn upplýsinga. Það eru ekki bara orð sem skipta máli í mannlegum tjáskiptum heldur líka hljómfall, svipbrigði og augnhreyfingar svo eitthvað sé nefnt. Til þess að svara viðmælandanum þarf heilinn að forma hugsun og koma henni frá sér í setningaformi þannig að skiljanlegt sé. Skipanir fara síðan til vöðva og tungu til þess að munnurinn segi það sem segja á. Af þessu má sjá að það að hafa tjáskipti er margslungið ferli sem reynir á margar heilastöðvar. Sem betur fer verðum við þó ekki vör við öll þessi flóknu ferli sem eru í gangi þegar við tökum til máls.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband