Eldhringurinn

300px-pacific_ring_of_fire.jpg
Það eru um 600 virk eldfjöll í heiminum. Um helmingur þeirra raðar sér í Eldhring sem liggur frá suðurodda Suður-Ameríku norður til Alaska vestur til Asíu og suður í gegnum Japan, Filippseyjar, Indónesíu og Nýja Sjáland. Eldhringurinn markar plötumót á milli þeirra platna jarðskorpunnar sem liggja undir Kyrrahafinu og annarra platna meginlandanna sem að Kyrrahafinu liggja.
Á Eldhringnum eru oft djúpir og miklir jarðskjálftar og einnig er þar mikið um eldsumbrot. Dæmi um jarðskjálfta er Kobe skjálftinn í Japan og dæmi um eldgos á Eldhringnum er gosið í Tambora í Indónesíu árið 1815.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband