Hver er munurinn á frumskógi og regnskógi ?

cms_whybanner_arawete.jpg

Ef þú gengur um skóg skiptir miklu máli hvort að það er frumskógur eða regnskógur. Af hverju ? Af því að í regnskóginum er lítill gróður í skógarbotninum, trén eru tugir metra á hæð og laufkrónurnar eru langt fyrir ofan þig. Í frumskóginum hins vegar kemstu ekkert áfram vegna þykks botngróðurs og þú þarft sveðju til þess að höggva þér leið.
Orðið "Jungel" sem notað er um þessa skóga kemur úr Hindu og Sanskrit og þýðir eyðimörk. Það er hins vegar langt frá því að regnskógurinn sé eyðimörk. Í regnskóginum er fjölbreyttasta dýralíf jarðar en þar getur þó verið erfitt fyrir mannskepnuna að komast af.
Frægar eru kvikmyndir um regnskóginn eins og Medicine Man (1992) með Sean Connery í aðalhlutverki en einnig kom út fyrir þessi jól bókin Frumskógarstelpan eftir Sabine Kuegler þar sem hún lýsir æsku sinni í frumskógum Papúa Nýju Gíneu. Regnskógar jarðar eru í útrýmingarhættu og vil ég benda fólki á að kaupa ekki regnskógarvið nema það sé tryggt að hann komi úr sjálfbærri ræktun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband