14.1.2007 | 18:21
Af hverju ekki að treysta almenningi ?
Áður en franska byltingin varð í Frakklandi árið 1789 þá var mikil umræða meðal franska aðalsins hvort að það borgaði sig yfirleitt að treysta almenningi ? Átti virkilega að upplýsa almenning og mennta hann ? Áttu börn venjulegs fólks að fá að ganga í skóla? Þessi umræða endaði síðan með frönsku byltingunni og eftir það var talað um jafnrétti, frelsi og bræðralag.
Nú finnst manni sem það skorti franska byltingu á Suðurnesjum. Af hverju treysta stjórnmálamenn ekki fólkinu og leggja álversmálin í almenna atkvæðagreiðslu? Hvað er að óttast? Er ekki hægt að upplýsa almenning nógu vel um málið? Er hætta á því að almenningur taki ranga ákvörðun ? Mér finnst það til háborinnar skammar að stjórnmálamenn í dag skuli leyfa sér að taka ákvarðanir án þess að styðjast við álit almennings. Er ekki kominn tími til þess að rifja upp Locke, Berkeley, Hume og Montesqueu og skoða grundvöll lýðræðisins. Fara jafnvel alveg aftur til forngrikkja, Platóns og Sókratesar til þess að átta sig á því hvað lýðræði í raun og veru er. Eru íslenskir stjórnmálamenn nógu vel að sér um grundvöll lýðræðisins ? Spyr sá sem ekki veit.
Ekki kosið á Suðurnesjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.