Landvernd er frábær!

Ég er svo heppin að vera félagi í frábærum félagasamtökum sem heita Landvernd. Margir halda að Landvernd sé einhvers konar ríkisstofnun, en svo er nú aldeilis ekki.
Landvernd er frjáls félagasamtök sem starfa að umhverfismálum til að bæta lífsgæði almennings nú og í framtíðinni. Hlutverk Landverndar er að standa vörð um íslenska náttúru og vera virkur þátttakandi í stefnumótun, fræðslu og upplýstri ákvarðanatöku í málum er varða landnotkun, auðlindir, náttúru og umhverfi.
Landvernd er með verkefni eins og Grænfánann og Bláfánann. Einnig geta fjölskyldur sem vilja prófa að lifa umhverfisvænt stundað Vistvernd í verki og hafa um 200 fjölskyldur þegar farið á slíkt námskeið. Landvernd er líka vettvangur þar sem ólík sjónarmið mætast og þar sem rætt er um náttúru og umhverfismál fram og til baka. Ég vil benda áhugasömum á að skoða heimasíðu Landverndar, www.landvernd.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband