14.1.2007 | 07:13
Hvað drap Dauða Hafið ?
Dauða hafið er ekki haf heldur stórt stöðuvatn. Það liggur á landamærum Ísraels og Jórdan og er lokað salthaf án afrennslis. Aðrennslið í vatnið kemur frá Jórdan. Dauðahafið liggur 393 metra undir yfirborði sjávar og er þarmeð það stöðuvatn jarðar sem lægst liggur. Það er einnig saltasta stöðuvatn jarðar vegna þess að vatnið gufar mjög hratt upp við það háa hitastig sem ríkir á þessum slóðum.
Vegna þess hve saltinnihald stöðuvatnsins er hátt er það nánast líflaust og þessvegna kallast það Dauða Hafið. Á miðöldum héldu menn að loftið yfir vatninu væri eitrað vegna þess að þar sést aldrei fugl, en afhverju ættu fuglar að fljúga yfir vatn þar sem enga næringu og engan mat er að finna.
En geta vötn dáið af öðrum orsökum en salti ? Til eru lítil súr vötn þar sem sýrustigið er nálægt 4 (4 pH). Þessi vötn eru tær og í þeim eru rauðleitir þörungar en ekkert annað líf þrífst lengur í þeim. Ástæða þess að súr vötn hafa myndast t.d. í Suður-Svíþjóð er súrt regn sem komið hefur frá kolaorkuverum eða öðrum verksmiðjum. Rigningin á Íslandi hefur náttúrulegt sýrustig um 5,6 pH en í Suður Svíþjóð var sýrustigið í regninu árið 1995 komið niður í 4,4 pH.
Annað sem getur drepið stöðuvötn er ofnæring. Þá berst of mikið af næringarefnum eins og köfnunarefni eða fosfór út í vötn og þau verða brún, gruggug og illa lyktandi. Ekkert líf þrífst í slíkum vötnum. Súrefnið hverfur úr vatninu og þau "deyja". Sumir hlutar Eystrasaltsins eru nú þegar súrefnislausir og dauðir, að sumu leiti vegna ofnæringar eða annarrar mengunar.
Á Íslandi verðum við að gæta þess að vernda vötnin okkar þannig að þau verði ekki eyðileggingu að bráð. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og rétt er að koma í veg fyrir að það sem farið hefur úrskeiðis annarsstaðar gerist hér á landi.
Vegna þess hve saltinnihald stöðuvatnsins er hátt er það nánast líflaust og þessvegna kallast það Dauða Hafið. Á miðöldum héldu menn að loftið yfir vatninu væri eitrað vegna þess að þar sést aldrei fugl, en afhverju ættu fuglar að fljúga yfir vatn þar sem enga næringu og engan mat er að finna.
En geta vötn dáið af öðrum orsökum en salti ? Til eru lítil súr vötn þar sem sýrustigið er nálægt 4 (4 pH). Þessi vötn eru tær og í þeim eru rauðleitir þörungar en ekkert annað líf þrífst lengur í þeim. Ástæða þess að súr vötn hafa myndast t.d. í Suður-Svíþjóð er súrt regn sem komið hefur frá kolaorkuverum eða öðrum verksmiðjum. Rigningin á Íslandi hefur náttúrulegt sýrustig um 5,6 pH en í Suður Svíþjóð var sýrustigið í regninu árið 1995 komið niður í 4,4 pH.
Annað sem getur drepið stöðuvötn er ofnæring. Þá berst of mikið af næringarefnum eins og köfnunarefni eða fosfór út í vötn og þau verða brún, gruggug og illa lyktandi. Ekkert líf þrífst í slíkum vötnum. Súrefnið hverfur úr vatninu og þau "deyja". Sumir hlutar Eystrasaltsins eru nú þegar súrefnislausir og dauðir, að sumu leiti vegna ofnæringar eða annarrar mengunar.
Á Íslandi verðum við að gæta þess að vernda vötnin okkar þannig að þau verði ekki eyðileggingu að bráð. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið og rétt er að koma í veg fyrir að það sem farið hefur úrskeiðis annarsstaðar gerist hér á landi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.