13.1.2007 | 21:32
Hvað eru halastjörnur ?
Halastjörnur eru gerðar úr ískjarna sem líkist skítugum snjóbolta. Snjórinn er að mestu leyti úr vatni en 1 af hverjum 20 efnasamböndum halastjörnunnar er sérstakt efnasamband og oft getur verið um flóknar, jafnvel lífrænar efnaformúlur að ræða. Óhreinindin í snjóboltanum eru grjótagnir. Hali halastjörnunnar myndast síðan þegar ísklumpurinn eða halastjarnan lendir í sterkri útgeislun sólar þannig að ísinn bráðnar og myndar hala.
Fyrstu halastjörnuna sem sást í sjónauka sá þýski stjörnufræðingurinn Gottfried Krich fyrir tilviljun árið 1680 þegar hann var að skoða tunglið. Eðlisfræðingurinn Isaac Newton reiknaði síðan út braut halastjörnunnar og birti niðurstöður rannsókna sinna í ritinu Principia árið 1687.
McNaught halastjarnan sést á himni þessa dagana og er hún rétt austan við sólu. Gætið þess vel að horfa ekki beint í sólina og alls ekki í kíki.
Athugasemdir
Sæl Ingibjörg
Takk fyrir fróðleikinn á síðum þínum. Eiginlega ætti þetta að heima undir Vísindi og fræði! Gott að sjá fjallað um vísindi hér á bloggsíðunum.
Bestu kveðjur
Ágúst
Ágúst H Bjarnason, 13.1.2007 kl. 23:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.