Leyndarmálið sem Stalín vildi ekki að neinn vissi um

trotsky1Eftir dauða Vladimirs Ilychs Ulyanovs - Leníns árið 1924 átti Josif Vissiaronovitsj Djugashvili - Stalín sér leyndarmál sem alls enginn í gervöllum Sovétríkjunum mátti vita um. Leyndarmálið var einfaldlega það að hvorki hann sjálfur né Lenín framkvæmdu í raun rússnesku byltinguna né hrundu henni af stað.

Yfirmaður Rauða hersins í byltingunni 1917 var nefnilega maður sem hét Leon Trotsky og hann var árið 1938 kominn til Suður-Ameríku þar sem hann hélt uppi virku andófi gegn Stalín og gegn Komintern. Það hafði verið Leon Trotsky sjálfur sem stjórnaði Rauða hernum þegar herinn fór af stað og framkvæmdi Rússnesku byltinguna. Stalín var víðs fjarri. Og Lenín var ekki við stjórnvölinn. Þetta mátti bara hreinlega ekki spyrjast út.

Þessvegna var það engin furða þótt Sovéska leyniþjónustan sem á þessum tíma hét NKVD elti Trotsky á röndum. Það var þó ekki fyrr en í ágústmánuði 1940 sem agent NKVD, Ramón Mercader tókst að koma Trotsky fyrir kattarnef. Mercader réðist á Trotsky með ísöxi og veitti honum banvæn sár. Hann lést daginn eftir.

Vladimir Ilych Ulyanov - Lenín hafði lengi ekki viljað trúa því að bylting gæti orðið fyrst í Rússlandi. Hann hafði trúað því að bylting öreiganna samkvæmt marxískri fyrirmynd hlyti að gerast fyrst í Þýskalandi, þar sem Þýskaland var komið mun lengra á sviði iðnþróunar en Rússland. Lenín þurfti því að flýta sér frá Finnlandi, fara yfir ísilögð vötn og taka talsverða áhættu til að komast til St. Pétursborgar með lestinni til þess að missa ekki af því sem var skyndilega að fara af stað eins og skriða í Rússlandi.

Boshevikar (kommúnistar) höfðu unnið sigur á Ménshevikum (Sósíal demókrötum),  Lenín var leiðtogi Boshevika, en Trotsky var eins og fyrr er sagt yfirmaður Rauða Hersins sem var farin að leggja undir sig mikilvægar byggingar. Var Lenín að missa stjórnina og hvar var Stalín?

Það má segja að Lenín hafi verið heppinn að Trotsky leit á sjálfan sig sem dyggan fylgismann Leníns og reyndi því ekki að nýta sér aðstæður í eigin þágu þegar hann gat. Trotský setti því Rússnesku byltinguna í hendur Leníns, þegar Lenín loksins birtist á svæðinu og allt til ársins 1923 var háð borgarastyrjöld í Rússlandi sem lauk síðan með sigri Rauðliða og Bolshevika þannig að Lenín fékk að lokum afhent keisaravaldið í sínar hendur. Rétt er að nefna að á þessum tíma hafði skapast valdatóm í Rússlandi, þannig að það að taka við völdunum var kannski ekki svo flókið. Mun erfiðara var að halda þeim. Engum datt í hug að þessi hópur Boshevika sem 1923 tók við valdi keisarans myndi ná að halda þeim völdum allt til ársins 1991 undir merkjum Sovétríkjanna og Sovéska kommúnistaflokksins - KPSS.

Josif Vissiaronovitsj Djúgashvili - Stalín var hins vegar ekkert að fara að láta fólk vita að hann sjálfur hefði ekki staðið fremstur allra í fremstu víglínu þegar Rússneska byltingin fór af stað. Að Leon Trotsky hefði verið yfirmaður Rauða hersins í St. Pétursborg árið 1917 var í huga hans söguleg staðreynd sem mátti gjarnan gleymast. 

Trotsky var síðan í skammarkrók sögunnar og fékk ekki uppreisn æru í sínu föðurlandi, Rússlandi fyrr en árið 2001 þegar loksins var viðurkennt að hann hefði orðið fórnarlamb ofsókna Stalíns. 

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, B.A. í rússnesku og sagnfræði. M.A. í þýðingafræði. 

 

 


Mafíu keisararnir í Rússlandi

LeninVladimir Ilych Úlyanov - Lenín var fyrsti KGB/Hers mafíu keisarinn. Hann dó 1924 og skrifaði sína frægu pólitísku erfðaskrá þar sem hann varaði við Stalin. En Josif Vissiaraonovitsj Djugashvili - Stalin var þegar komin með öll völd í sovéska kommúnistaflokknum áður en Lenin dó, þannig að ekkert á jörðu gat komið í veg fyrir að Stalín tæki keisaravald Leníns í sínar hendur. Upphaflega hafði Nikulás II Rússakeisari, síðasti Romanovinn, skapað valdatóm með því að segja af sér. Inn í það valdatóm hafði Lenín gengið og tekið til sín völdin og núna var það Stalín sem tók við.
 
Stalín kom frá fjalllendi Georgíu þar sem mafíustarfsemi og blóðhefnd hefur tíðkast um aldir. Hann bjó til hirð í kringum sig og hagaði sér á allan hátt eins og Sikileyskur mafíu guðfaðir. Stalín var siðblindur fjöldamorðingi sem naut þess að drepa fólk. Hann var einnig sjúklega tortrygginn og treysti nánast engum. Eiginkona hans og sonur frömdu sjálfsmorð eftir að hafa horft inn í svart myrkur hinnar Stalinísku sálar.
 
Gurdjieff-domande-e-risposte-allievi-gruppo-francese-quarta-via-trasformazione
 
 
 
Sagt er að Armeninn Gurdjeff, sem var samtíða Stalín í guðfræðiakademíunni í Tiblisi, hafi búið til stjörnukort fyrir Josif Stalín sem var í raun fæddur þann 6. desember á messu heilags Nikulásar, en vildi alltaf láta halda upp á afmæli sitt á jólum 21. desember þar eð hann var Anti-Kristur. Gurdjeff brá svo, að sögn, þegar hann las stjörnukort Stalíns, að hann sleit öllum vinskap við hann og eyðilagði stjörnukortið. Gurdjeff átti síðan eftir að ferðast víða um heim og endaði í París þar sem enn er til Institut sem kennt er við Gurdjeff.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
joseph-stalin-1
Talið er að Stalín beri persónulega ábyrgð á dauða um 30 milljón manna. Vegna hungursneyðar, samyrkjuvæðingar, hreinsana, Gúlagsins, þjóðflutninga nauðugra borgara, vegna seinni heimstyrjaldar og vegna enn meiri hreinsana og ógnarstjórnar.
Mögulegt er að Stalín hafi verði myrtur árið 1952. Það er líklegt að honum hafi verið byrlað eitur.
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
1623057732_776591_95Keisararnir sem tóku við Krúshjoff, Brézhnév, Chernénko, Andropov voru allir Mafíu keisarar og trúir hinni sovésku hefð. 
 
Sá eini sem reyndi að breyta einhverju var Gorbachev og honum var snarlega komið frá völdum. 
 
Í dag eru KGB/Hers Mafíu keisarar enn við völd í Rússlandi. Hirð oligarka er í kringum mafíuforingjann.
 
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir.

Mega alþingismenn fara eftir samvisku sinni og sannfæringu?

EmilMér finnst athyglisvert að atkvæðagreiðslan núna áðan á Alþingi um vantraust á dómsmálaráðherra fór eftir flokkslínum en ekki eftir samvisku og sannfæringu hvers alþingismanns fyrir sig. Ég hélt að alþingismenn væru eiðsvarnir til þess að fara eftir samvisku sinni og sannfæringu, en það er greinilegt að flokkslínur ráða.

Hve oft ráða flokkslínur á Alþingi. Má t.d. alþingismaður VG hafa sjálfstæða skoðun og kjósa gegn ályktunum ríkisstjórnarinnar ef þær stríða gegn hans samvisku og sannfæringu.

Er ekki hluti af vanda íslenskra stjórnmála að finna í því að menn eru ekki heiðarlegir, ekki sjálfum sér samkvæmir og þora ekki að fara eftir sinni sannfæringu, en hlýða í staðinn fyrirmælum frá flokknum sem þeir eru í hverju sinni.

Væri ekki betra ef hver þingmaður væri frjáls að því að fara eftir samvisku sinni og sannfæringu.

Nú snertir þessi umræða hæstvirtan dómsmálaráðherra svosem ekki neitt og hann er ekki til umræðu hér.

Ég er í sjálfu sér bara að ræða þetta almennt. Hvort heiðarleiki í stjórnmálum sé aukaatriði eða hvort heiðarleiki fái ekki þrifist innan veggja Alþingis?

Jón Bjarnason fyrrverandi ráðherra var einhverju sinni kallaður Emil í Kattholti íslenskra stjórnmála. Það var ekki hægt að segja meira hrós um nokkurn mann, því allir vita að Emil í Kattholti er hjartahreinn, heiðarlegur og góður drengur sem vill öllum vel. 

Það er eins gott að ég er ekki á Alþingi sjálf, því ég myndi gera allt vitlaust og kjósa samkvæmt eigin samvisku og sannfæringu en aldrei samkvæmt flokkslínu.

Góðar stundir,

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir


Tónskáldið og snillingurinn Karl Jenkins

_102645865_mediaitem58796621                                     

Ég er núna algjörlega heilluð af verkum tónskáldsins Karls Jenkins. Hann er velskt tónskáld og að því er ég best veit ennþá við hestaheilsu og lifandi í nútímanum.

Hann hefur samið tónverk sem kallast Adiemus og einnig Miserere og Requiem. Öll þessi tónverk eru algjörlega stórfengleg. Verk hans eru mjög melódísk en um leið nútímaleg og framsækin. Hann er svona eins og blanda af Beethoven og Atla Heimi.

Verk Jenkins eru vel aðgengileg bæði á Youtube og Spotify. Diskar með verkum hans fást einnig á Amazon. 

Ég byrjaði að hlusta á Adiemus en er núna mest að hlusta á Miserere. Ég á eftir að kynna mér önnur verk hans. Þau eru konfekt fyrir eyrun.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir


Þáttaröðin The Chosen

Christ turinEr að horfa á þáttaröðina The Chosen sem fjallar um atburði Nýja testamentisins, Krist og það sem gerðist í Mið-Austurlöndum fyrir 2023 árum. 

Myndaflokkur þessi er alveg framúrskarandi frábær, vel leikinn, handritið brilliant og oft horft á hlutina frá óvenjulegu sjónarhorni. 

Við fáum að sjá atburði Nýja testamentisins frá sjónarhóli Símonar Péturs, frá sjónarhóli Nikódemusar farísea og frá sjónarhóli Maríu Magdalenu. Þegar maður þekkir Nýja testamentið vel verður hrein unun að horfa á þessa þætti.

Ég keypti þættina á DVD diskum inni á vefsíðu Christianbooks í Bandaríkjunum og lét senda mér í pósti. 

Mér finnst hörmulegt að Kristin fræði skuli ekki lengur kennd í skólum almennilega, þar sem þau eru hluti af okkar menningu og sögu. Öll saga Evrópu og Íslands verður algjörlega óskiljanleg án þekkingar á Biblíunni.

Sama með tónlist Jóhannesar Sebastians Bachs. Þú getur notið hennar en aldrei skilið hana án þess trúarlega samhengis sem hún er sprottin úr. Hljómsveitarstjórinn John Eliot Gardiner hefur skrifað stórkostlega ævisögu Bachs sem kallast Music in The Castle of Heaven. Mæli með lestri hennar.

Síðan að lokum hvet ég bara sem flesta til að snúa sér beint til Krists í bæn og biðja af einlægni eins og þið gerðuð þegar þið voruð börn.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir


Hvað er skynsegni?

Skynsegni er að vera með öðruvísi heila en gengur og gerist. Heilinn getur þá t.d. verið einhverfur, eða ADHD eða eitthvað annað.

Skynsegið fólk upplifir og skynjar veröldina öðruvísi en þau 66% sem eru normal. Heyrn getur verið frábrugðin, samhæfing getur verið öðruvísi og skynsegið fólk hreyfir sig öðruvísi í gegnum þrívítt rými.

 

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir


Einhverfa er skipulag heilans en ekki sjúkdómur

Ingibjorg Alfros BjornsdottirOft er það sem fólk heldur að einhverfa og ADHD séu einhvers konar geðsjúkdómar. Einhverfa og ADHD eru hins vegar heilkenni en ekki sjúkdómar. Einhverfi heilinn er frábrugðinn hinum normala heila sem 66% fólks eru með. Hann er hreinlega öðruvísi upp byggður og það sést í heilaskanni. ADHD er einnig heilkenni og ekki sjúkdómur.

Tíðni geðsjúkdóma hjá einhverfum er almennt ekki meiri en hjá venjulegu normal fólki. Hins vegar eru flestir einhverfir undir miklu álagi í samfélögum nútímans, þar sem hinn einhverfi er að reyna að mæta þeim kröfum sem gerðar eru til fólks almennt.

Að vera einhverfur er eins og að vera útvarpsstöð sem er aðeins rangt stillt, þannig að það er alltaf eitthvað suð, skruðningar og læti. Normal fólk sem er 66% allra halda alltaf að það þurfi bara aðeins að stilla okkur, þannig að við verðum normal, en takkinn til að stilla einhverfuna er ekki til og það er allra best ef við fáum bara að vera einhverf í friði.

Ég er einhverf / ADHD en ég er ein af þeim fáu einhverfu sem er líka með geðsjúkdóm. Það er bara eitthvað sem var í genamengi mínu í upphafi en ekkert sem kemur beint einhverfunni við.

Þannig að næst þegar þið hittið einhverfa manneskju, þá er hún ekki veik, heldur einungis með öðruvísi heila.

Temple Grandin hefur sagt að mannkynið þurfi á öllum tegundum heilabúa að halda og það er satt. Við þurfum einhverfa hugsun, einhverfa einbeitingu og einhverft ímyndunarafl til að leysa þann vanda sem blasir við mannkyninu. Albert Einstein og Janus von Neuman voru líklega einhverfir. Thomas Alfa Edison líklega líka. Án þeirra ættum við hvorki tölvur né rafmagn.

Virðum mennskan fjölbreytileika og leyfum skynsegin einhverfu fólki að vera eins og það er.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir


Að verða eitthvað þegar maður er orðinn stór

278990320_10225102260977383_901190724571931854_nÉg mun aldrei verða neitt þegar ég er orðin stór. Ástæðan er sú að þegar ég var 19 ára fékk ég alvarlegan geðsjúkdóm sem hefur fylgt mér alla ævi. Og þó ég geti lært og hafi lokið nokkrum háskólaprófum, þá get ég ekki unnið og ekki unnið úr öllu því sem ég hef lært. Þetta er sorglegt en svona er bara staðan. 

Sjúkdómurinn er ekkert að batna og ég var inni á Landsspítalanum bara núna fyrir nokkrum vikum. Starfsfólkið þar var yndislegt. Sú dvöl gerði það að verkum að ég er ekki lengur hrædd við geðdeildir. Þær eru góðir staðir og þar er fullt af góðu fólki sem skilur hvað maður er að takast á við.

Skilningurinn úti í samfélaginu er hins vegar minni. Fordómar gegn geðsjúkdómum eru ennþá algengir sem verður til þess að ég loka mig mikið af innandyra og fer ekki mikið út fyrir dyr. Það eru þó alltaf einhverjir sem koma í heimsókn og detta inn í kaffi.

Ég fæ liðveislu frá Sveitarfélaginu einu sinni í viku. Þá kemur manneskja sem fer með mér í göngutúr og við drekkum saman kaffi. Hún fær borgað fyrir að vera vinkona mín, en ég þarf virkilega á því að halda.

Ég lærði almenna jarðfræði en get ekki kennt. Ég lærði umhverfisefnafræði en get ekki unnið. Ég sjálf myndi vilja vinna ef ég gæti, en sjúkdómurinn kemur í veg fyrir það. Ég er með ótilgreindan geðrofssjúkdóm, sem þýðir að ég get farið í geðrof og upplifað fullt af hlutum sem ekki eru raunveruleiki. 

Ég er samt algjör reglumanneskja. Drekk ekki. Reyki ekki. Þetta kemur bara úr genunum. Ég gerði ekkert til að framkalla þetta. Þessi staða er ekki mér að kenna.

Það er sárt að geta ekki lagt meira af mörkum til samfélagsins. Ég var reyndar sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í 17 ár en treysti mér ekki lengur til þess. Ég má ekki vera undir neinu álagi.

En svona gerist. Mér líður allavegana vel í dag.

Góðar stundir!


Samsetningin Einhverfa/ADHD og af hverju hún er skárri en margt annað

291092557_5411859505523680_9177536056368845657_nrose

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég er með heila sem er einhverfur / ADHD. Þessi samsetning einhverfa / ADHD er að mörgu leyti skárri en ADHD, þar sem einhverfan gefur mér meiri fókus og skapar meiri hæfileika til einbeitingar. Ég gleymi semsagt aldrei bíllyklinum inni í ísskáp heldur get einbeitt mér t.d. að námi og ýmsum verkefnum. Einhverfan hjá mér er líka skárri heldur en klassísk einhverfa, þar sem ADHD gerir það að verkum að ég er laus við allskyns þráhyggjur sem hrjá marga einhverfa. Ég er einnig mjög mælsk, get talað og orðað hlutina sem er frekar sjaldgæft hjá einhverfum.

Það var ekki uppgötvað að ég væri einhverf fyrr en ég var 44 ára gömul og ADHD uppgötvaðist ekki fyrr en eftir fimmtugt. Ég er semsagt það sem sumir kalla seinhverf. Þetta uppgötvast seint. 

Ég hef átt mörg einhverf áhugamál. Einhverfa áhugamálið núna í augnablikinu er tónlist og tónsmíðar.

Það er gaman að vera einhverfur / ADHD einstaklingur og ég vildi ekki skipta. Margir segja alltaf: Erum við ekki öll svolítið einhverf, en það er ekki satt.

Haraldur Erlendsson geðlæknir segir það löngu rannsakað að um 66% fólks séu normal og innan kassans. Þetta er góður meirihluti. Þetta fólk stjórnar heiminum, enda er heimurinn í því ástandi sem hann er.

Um daginn var rætt að fólk væri hætt að eignast börn með Downs-heilkenni á Íslandi. Það fór um mig hrollur. Ég hugsaði hve stutt væri í það að einhverfum fóstrum yrði eytt líka. Í staðinn fyrir að fagna taugafjölbreytileika og mannlegum fjölbreytileika erum við að gera alla eins. Það er sorglegt.

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir


Frumsamið lag mitt Frostnótt í flutningi Sönghóps Tónlistarskóla Árnesinga


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband