Texti til hugleiðslu

hd-wallpapers-star-night-wallpaper-mountains-sky-stars-light-winter-1680x1050-wallpaper_1277335.jpgÉg geng út í stjörnubjart himinhvolfið yfir fannhvítum tindum Himalajafjalla. Ég er ljós. Ég er léttari en ljós. Ég geng inn í hvítbláa orku fjallgarðsins. Ég tindra inn í eilífa orku stjörnuhiminsins. Ég er ljós. Ég er léttari en ljós.

Ég er hvorki bundin af rými né tíma. Allt er afstætt.

Allt er eitt og hann er sá sem hann er.

Ég heiti El - Shah - sem merkir Guð er alls máttugur.

Lífi mínu var naumlega bjargað í fæðingu.

Ég er breyskleiki. Ég er brotið ílát.

Hugur minn gengur oft í sorg.

Ég geng niður steintröppur niður í fagran garð. Hann er umlukinn ljósum veggjum og í honum miðjum er pagóða með rústrauðu þaki.

Þar hitti ég himneska veru. Ég fæ að spyrja einnar spurningar.

Hvað á ég að gera í lífinu? spyr ég fákunnandi.

Sýndu öðrum samhygð. Gefðu.

Lífið er gjöf. Gefðu lífið til baka.

 

Góðar stundir,

 

Ingibjörg Elsa

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband