Sú ein þekking sem skiptir máli

hd-wallpapers-star-night-wallpaper-mountains-sky-stars-light-winter-1680x1050-wallpaper.jpgSú ein þekking sem skiptir máli er þegar þú veist eitthvað fyrir víst, án þess að vita nákvæmlega hvernig. Þetta kallast að skilja með innsæinu, sem Hildegaard von Bingen lofsamaði svo dýrðlega strax á 12. öld og sem Rínarspekingarnir þekktu svo vel. Þetta hafa allir spekingar vitað í gegnum aldirnar og þessvegna er það sem svar viskunnar er þögnin.

Búddisminn bendir einnig á að einmitt með því að stöðva rökhugsunina um stund, hemja flæði hugans, fara inn í kyrrð innsæisins, þannig er hægt að nálgast hinn eilífa sannleika. Á þetta bendir t.d. Shantideva í Leið Bodhisattvans, því merka trúarriti.

Hugleiðsluhefð kristninnar er forn og af sterkum meiði ekki síður en hefð Búddismans. Nú nýtur Kyrrðarbæn t.d. vaxandi vinsælda í kirkjum landsins en hana má rekja allt aftur til frumkristni. Þeir sem vilja kynna sér kristna Kyrrðarbæn geta nálgast upplýsingar á vefnum undir kristin íhugun.

Það er ólýsanleg tilfinning að sleppa takinu á hugsanaflæðinu og ganga inn í fegurð og kyrrð Guðs. Að opna sitt innra gagnvart almættinu og gefa tilfinningar sínar Guði er eins og fá faðmlag á sálina.

Þeirrar upplifunar óska ég öllum mönnum,

 

Í kyrrð og friði.

IEB

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband