Mér til lífs

bird_on_way_to_heaven.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

Mér til lífs
þurfti ég að deyja.
Í þínum kærleikskrafti
heilagt orð þitt fram segja.

Mér til ástar
þurfti ég að missa.
Í mjúkri gröf frelsast
frá moldugri Dauðans hönd.

Í dimmum dali
þurfti ég að dvelja,
til að líta himnasali
dimmblá vötn og draumalönd.

Óttans angist ég ei lengur finn.
Hún mér ekkert getur gjört.
Ég er þegar í eldi brunnin,
úr ösku mín hjartasálin björt.

Í öskunni leynist ögn af gulli,
allra innst í hjarta mér,
það er hjartað í litlum fugli
er slær enn fegurst í heimi hér.

IEB (2014)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband