Anna Karenína - eitt af meistaraverkum rússneskra bókmennta

tolstoy2Allar hamingjusamar fjölskyldur eru eins en hver einasta óhamingjusama fjölskylda er óhamingjusöm á sinn einstaka hátt...þannig hefst skáldsagan Anna Karenina eftir Lev Nikolaitsj Tolstoj, en sagan er eitt af mestu meistaraverkum rússneskra bókmennta fyrr og síðar.  Umfjöllunarefni skáldsögunnar er hjónabandið, bæði hið hamingjusama hjónaband, en ekki síður hið óhamingjusama hjónaband Karenin hjónanna og Oblonskij hjónanna svo eitthvað sé nefnt.

Þegar sagan hefst er heimili Oblonskij fjölskyldunnar í uppnámi.  Fjölskyldufaðirinn hefur orðið uppvís að framhjáhaldi með kennslukonu barnanna (hversu lágt er hægt að leggjast?) og eiginkona og eiginmaður talast ekki lengur við (ekki að furða).  Þjónustufólkið reynir að miðla málum en veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga.  Þarna er komin ein óhamingjusöm fjölskylda sem er óhamingjusöm á sinn einstaka hátt.  Tolstoj lýsir af ótrúlegri næmni hugsanagangi og átökum sem eiga sér stað.  Realismi Tolstojs er raunverulegri en raunveruleikinn sjálfur.

Anna Karenína fjallar einnig öðrum þræði um stöðu kvenna, þar sem Anna Karenina er ekki frjáls kona, gift manni sem hún elskar ekki (Karenin), en hann vill samt ekki veita henni frelsi.   Hin vonlausa staða Önnu leiðir að lokum til sturlunar hennar.  

Eins og lesandann kannski grunar var Lev Nikolaitsj Tolstoj sjálfur ekki mjög hamingjusamur í sínu eigin  hjónabandi a.m.k. ekki hin síðari ár.  Það er einfaldlega hægt að orða það þannig að konan hans hafi verið dálítil "gribba" og hann kannski líka erfiður á köflum.  Þrátt fyrir það var Tolstoj hlynntur auknu frelsi kvenna svona almennt enda skynsamur og upplýstur maður að eðlisfari. 

Anna Karenina er til í íslenskri þýðingu en hún var þó sennilega ekki þýdd beint úr rússnesku heldur úr dönsku eða ensku. Gæti því ýmislegt hafa skolast eitthvað til í þýðingu. 

 


Bréf til Maríu - spjall

christianitychristianbiblicaltrinitystatueoftheblessedvirginmaryVar að klára að lesa Bréf til Maríu eftir Einar Má Jónsson.  Hreint aldeilis athyglisverð bók sem allir ættu að lesa.  Hann setur fram skoðanir á hinum ýmsu atriðum en allt ber að sama brunni.  Vestræn menning virðist vera að glata fótfestu sinni, bæði á sviði mennta og menningar.  Einkum eru það frjálshyggjuöflin sem eru að leggja vestræna menningu í rúst, en hún molnar einnig innanfrá vegna ístöðuleysis og skorts á samstöðu.  Klassísk menntun hefur verið aflögð með hroðalegum afleiðingum fyrir skólakerfið (að mati höfundar) og alls konar afbygging eða dekonstrúktívismi viðgengst. 

Um leið og vestræn menning er í kreppu og molnar innanfrá vegna þess að menn eru búnir að fórna arfleifð sinni og gildismati fyrir stundargróða og persónulega hagsmuni sækja önnur menningaröfl og önnur trúarbrögð inn í Evrópu, tilbúin að fylla það tómarúm sem myndast eftir því sem vestræn menning gefur meira eftir og verður lausari í reipunum.  Veruleg hætta er á því að nánast öll vísindaleg, trúarleg og sagnfræðileg þekking mannkynsins glatist og sá þráður sem liggur til fortíðar (og áfram til framtíðar) slitni.  Slíkt rof í sagnfræðilegum og tímalegum skilningi er hættulegt vegna þess að samfélag sem lifir einungis í nútímanum er stjórnlaust samfélag.  Frjálshyggjan er í þessu samhengi tortímandi afl sem fer um eins og draugur og skilur eftir sviðna jörð.

Hvort sem menn eru sammála þeim skoðunum sem koma fram í bókinni Bréf til Maríu, eða telja þær svartagallsraus eitt, þá hvet ég allar hugsandi konur og menn til þess að lesa þessa bók og mynda sér skoðun.  Þ.e. ef fólk kann almennt ennþá að lesa bækur sem eru þykkari en 100 bls.  Hvað þá ef bókin væri skrifuð á latínu, amo, amas, amat...

 


Halastjarna hittir vetrarbraut

jhkSíðustu nótt fór halastjarnan 8P/Tuttle framhjá þyrilvetrarbrautinni (spiral galaxy) M33.  Þetta olli ótrúlegu sjónarspili sem teknar voru myndir af út um víða veröld.  Hér má sjá eina þeirra.  Þyrilvetrarbrautin M33 er fyrir neðan.

Bloggfærslur 1. janúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband